Fulltrúi fræðslu- og kynningarmála

Dómstólasýslan Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík


Fulltrúi fræðslu- og kynningarmála

Dómstólasýslan leitar að drífandi einstaklingi  sem hefur brennandi áhuga á fræðslumálum og getu til að leiða mótun og framkvæmd fræðsluáætlunar fyrir dómstólasýsluna og dómstóla landsins og er auk þess fús að ganga í þau verk sem vinna þarf á litlum vinnustað sem er í þróun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Greining fræðsluþarfa dómara og starfsmanna dómstólanna. Skipulagning símenntunar og eftirfylgd fræðslu- og kynningaráætlunar

Skipulagning funda og ráðstefna

Umsjón með vef dómstólasýslunnar www.domstolar.is, skrif frétta og annars efnis á vef.

Umsjón með útgáfu ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna.

Samstarf við innlenda og erlenda fræðsluaðila og fylgjast með nýjungum á sviði fræðslu- og kynningarmála

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af fræðslumálum nauðsynleg
  • Mjög gott vald á íslensku og einu Norðurlandamáli og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð kunnátta í ensku
  • Góð tölvufærni. Þekking og reynsla af vefumsjónarkerfum æskileg
  • Skilvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
  • Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni

Um dómstólasýsluna

Dómstólasýslan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem stafar á grundvelli ákvæða laga um dómstóla nr. 50/2016. Eitt meginhlutverk hennar er að annast og vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra með það að markmiði að efla og styrkja sameiginlega stjórnsýslu þeirra og um leið stuðla að samræmingu í framkvæmd er varðar innri starfsemi allra dómstiganna þriggja. Dómstólasýslan gerir tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta í störfum dómstóla og löggjöf sem um þá gilda. 

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri í síma 432 5010.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní nk.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.


 

Umsóknarfrestur:

18.06.2019

Auglýsing stofnuð:

29.05.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi