Ertu upprennandi snillingur í markaðsmálum?

Deloitte Smáratorg 3, 201 Kópavogur


​Viltu hafa áhrif?

Deloitte leitar að öflugum og nýútskrifuðum einstaklingi í teymi viðskipta- og markaðstengsla til að annast efnisgerð og miðlun á öllum miðlum félagsins, styðja við markaðssóknir og taka þátt í samstarfi Deloitte aðildarfélaga milli landa.

Hæfnikröfur

  • Háskólagráða á sviði viðskipta- og markaðstengdra greina
  • Góð færni í Powerpoint og góð kunnátta í Excel
  • Mikil samskiptafærni, bæði á íslensku og ensku
  • Mjög góð færni í rituðu máli, bæði íslensku og ensku
  • Færni í að vinna með mörgum teymum og þvert á lönd
  • Mikil aðlögunarhæfni til að takast á við ólíkar áskoranir
  • Metnaður og vilji til að taka virkan þátt í mörgum fjölbreyttum verkefnum, stórum sem smáum
  • Reynsla af gerð markaðsefnis og miðlunar, sem og greiningarvinnu, er kostur

Nánari upplýsingar

​Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is fyrir 16. desember. Óskað er eftir að ferilskrár fylgi með umsóknum.

​Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir, mannauðsstjóri, mannaudur@deloitte.is.

Umsóknarfrestur:

16.12.2018

Auglýsing stofnuð:

19.11.2018

Staðsetning:

Smáratorg 3, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi