

Deildarstjóri hjúkrunar á Dalbæ
Laus staða hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Dalbæ.
Um er að ræða 90-100% starf í dagvinnu frá 1.júní 2025.
Á Dalbæ eru 37 heimilismenn en þar er einnig rekin dagdvöl og Heimastuðningur (samþætt heimaþjónusta).
Hæfniskröfur:
-Bs próf í hjúkrunarfræði og starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur
-Góð færni í sjálfstæðum vinnubrögðun, frumkvæði, jákvæðni og lipurð í samskiptum
-Leiðtogahæfileikar
-Sveigjanleiki og geta til að laga sig að breytilegum aðstæðum og kröfum sem gerðar eru til starfsins
-Áhugi á starfi með öldruðum og öldrunarþjónustu
-Reynsla af öldrunarhjúkrun æskileg
-Góð tölvufærni og geta til að nota viðeigandi hugbúnað og kerfi
-Gott vald á íslensku, bæði í máli og ritun
Næsti yfirmaður er hjúkrunarframkvæmdastjóri.
Laun greidd skv kjarasamningi SFV og FÍH.
Nánari upplýsingar veitir Elísa Rán hjúkrunarframkvæmdastjóri sími 466-1378 og [email protected]
Skipulag og framkvæmd faglegs starfs á heimilinu. Stjórnun og yfirumsjón með daglegri starfsemi og mönnun. Gerð vaktaskýrslu og umsjón með daglegum störfum starfsmanna. Þróun vinnuferla og gæðamála. Yfirumsjón með pöntunum á lyfjum, hjúkrunar- og rekstravörum. Umsjón og ábyrgð á skráningum í RAI og e-Med. Starfsmanna- og mannauðsmál í samvinnu við hjúkrunarframkvæmdastjóra. Samskipti við íbúa, aðstandendur og aðrar stofnanir og fagaðila.
Hjúkrunardeildarstjóri sinnir einnig umönnun og aðstoð við íbúa heimilisins.
BS próf í hjúkrunarfræði og íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur












