Dalbær heimili aldraðra
Dalbær heimili aldraðra
Dalbær heimili aldraðra

Deildarstjóri hjúkrunar á Dalbæ

Laus staða hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Dalbæ.

Um er að ræða 90-100% starf í dagvinnu frá 1.júní 2025.

Á Dalbæ eru 37 heimilismenn en þar er einnig rekin dagdvöl og Heimastuðningur (samþætt heimaþjónusta).

Hæfniskröfur:

-Bs próf í hjúkrunarfræði og starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur

-Góð færni í sjálfstæðum vinnubrögðun, frumkvæði, jákvæðni og lipurð í samskiptum

-Leiðtogahæfileikar

-Sveigjanleiki og geta til að laga sig að breytilegum aðstæðum og kröfum sem gerðar eru til starfsins

-Áhugi á starfi með öldruðum og öldrunarþjónustu

-Reynsla af öldrunarhjúkrun æskileg

-Góð tölvufærni og geta til að nota viðeigandi hugbúnað og kerfi

-Gott vald á íslensku, bæði í máli og ritun

Næsti yfirmaður er hjúkrunarframkvæmdastjóri.

Laun greidd skv kjarasamningi SFV og FÍH.

Nánari upplýsingar veitir Elísa Rán hjúkrunarframkvæmdastjóri sími 466-1378 og [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipulag og framkvæmd faglegs starfs á heimilinu. Stjórnun og yfirumsjón með daglegri starfsemi og mönnun. Gerð vaktaskýrslu og umsjón með daglegum störfum starfsmanna. Þróun vinnuferla og gæðamála. Yfirumsjón með pöntunum á lyfjum, hjúkrunar- og rekstravörum. Umsjón og ábyrgð á skráningum í RAI og e-Med. Starfsmanna- og mannauðsmál í samvinnu við hjúkrunarframkvæmdastjóra. Samskipti við íbúa, aðstandendur og aðrar stofnanir og fagaðila.

Hjúkrunardeildarstjóri sinnir einnig umönnun og aðstoð við íbúa heimilisins.  

Menntunar- og hæfniskröfur

BS próf í hjúkrunarfræði og íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur 

Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur15. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vaktaskipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar