Bókari - Skrifstofustarf

Dagný & Co Flatahraun 27, 220 Hafnarfjörður


Dagný & co leitar að reyndum og öflugum bókara í fullt starf, með bókhalds- eða viðskiptamenntun eða sambærilegt.

Viðkomandi þarf að búa yfir:

- Bókhaldsþekkingu og reynslu 

- Góða þekkingu á Excel

- Reynslu af fjárhagsáætlanagerð er kostur

- Getu til að vinna undir álagi

- Þekking á Navison er kostur

- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum

- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Við bjóðum góð laun fyrir réttan aðila. Við hvetjum fólk af báðum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

Dagný & co er matvælafyrirtæki í örum vexti. Við framleiðum samlokur, tilbúna rétti, salöt, eftirrétti og fleira. Við erum til húsa að Eyrartröð 2a í Hafnarfirði í húsnæði sem er sérhannað undir vinnslu af þessu tagi. 

Við hreykjum okkur af góðum vinnuanda og skemmtilegum og fjölþjóðlegum hópi starfsmanna.

Vinsamlega sendið okkur ferilskrá á dagny@dagnyehf.is þar sem fram kemur menntun og reynsla og upplýsingar um hvenær hægt sé að hefja störf. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2019.  

Umsóknarfrestur:

06.04.2019

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Flatahraun 27, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi