Viðhaldsræstingar á Keflavíkurflugvelli.

Dagar hf. Austurhraun 7, 210 Garðabær


Dagar hf. leita eftir öflugum starfsmanni í viðhaldsræstingar á Keflavíkurflugvelli.

Um er að ræða fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

·        Sérhæfð þrif

·        Iðnaðarþrif, sótthreinsun, teppahreinsun og vélskúringar

·        Bónleysing, bónun og viðhald gólfa

·        Gluggaþvottur að innan og utan

·        Önnur tilfallandi verkefni

·        Viðhald og viðgerðir á vinnuvélum og tækjum á svæðinu

Hæfniskröfur:

·        Bílpróf er skilyrði og vinnuvélaréttindi kostur

·        Geta unnið undir álagi og í mismunandi aðstæðum

          s.s. í mikilli hæð

·        Sterk öryggisvitund, stundvísi og samviskusemi

·        Góð ensku kunnátta er skilyrði ásamt kunnáttu í íslensku

·        Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Áhugasamir, konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreina sakaskrá. Senda skal umsóknir á netfangið margret@dagar.is

Auglýsing stofnuð:

18.12.2018

Staðsetning:

Austurhraun 7, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi