Vaktstjóri - Víking Brugghús Akureyri

Coca-Cola European Partners Ísland Furuvellir 18, 600 Akureyri


Coca-Cola á Íslandi óskar eftir að ráða Vaktstjóra í framleiðslu í Víking Brugghús á Akureyri. 

Helstu Verkefni

  • Ábyrgð á að fylgja daglegu skipulagi og framkvæmd framleiðsluáætlunar 
  • Verkefnastýring starfsmanna 
  • Áfylling í samræmi við áfylliplan  
  • Stjórnun framleiðsluvéla, hafa eftirlit með gæðum og lykilmælikvörðum framleiðslunnar

Hæfniskröfur

  • Iðnmenntun eða sambærileg menntun er æskileg eða að minnsta kosti 3ja ára starfseynsla í sambærilegu starfi við framleiðsluvélar 
  • Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki 
  • Almenn tölvukunnátta 
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Íslensku- eða enskukunnátta er nauðsynleg

Unnið er á tvískiptum vöktum.


Við bjóðum spennandi vinnustað í alþjóðlegu umhverfi þar sem við erum í sífelldum breytingum og umbótavinnu að mæta þörfum viðskiptavina. Viðskiptavinahópur okkar er fjölbreyttur og við viljum að starfsmenn okkar endurspegli þá fjölbreytni. Ef þú vilt taka þátt í breytingartímum hjá Coca-Cola á Íslandi og hjálpa okkur við að byggja upp frábæran vinnustað til lengri tíma, hvetjum við þig til að slá til! 

Allir einstaklingar sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.  

 

Umsóknarfrestur:

17.01.2019

Auglýsing stofnuð:

10.01.2019

Staðsetning:

Furuvellir 18, 600 Akureyri

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi