Aðalbókari/Fjármálafulltrúi

Félag íslenskra hljómlistarmanna Rauðagerði 27, 108 Reykjavík


AÐALBÓKARI/FJÁRMÁLAFULLTRÚI
Félag íslenskra hljómlistarmanna óskar eftir að ráða Aðalbókara/Fjármálafulltrúa

Félag íslenskra hljómlistarmanna leitar nú að öflugum aðila á skrifstofu félagsins. Viðkomandi mun vinna náið með formanni við úrvinnslu fjárhagsupplýsinga, sem og að sjá um bókhald félagsins.

Hlutverk starfsmanns er almennt bókhald ásamt tilfallandi almennum skrifstofustörfum og að vera ráðgefandi í fjármálum félagsins ásamt því að vera virkur hluti af teymi fjögurra manna skrifstofu félagsins.

Í starfinu felst m.a:

- Bókhald (lánadrottna-, viðskiptamanna- og fjárhagsbókhald)
- Afstemmingar bókhalds og bankareikninga
- Launavinnsla og launagreiðslur
- Greiðsla og innheimta reikninga
- Úrvinnsla fjárhagsupplýsinga
- Mánaðarleg uppgjör
- Veita samstarfsfélögum leiðsögn
- Samskipti við endurskoðendur
- Frágangur fjárhagsupplýsinga í lok árs fyrir endurskoðendur
- Hæfniskröfur og menntun:

- Góð þekking og reynsla af notkun DK viðskiptahugbúnaðar er skilyrði
- Reynsla og góð þekking á fjölbreyttu bókhaldi
- Menntun á sviði viðskiptafræði, bókhalds eða sambærilegu
- Almenn tölvukunnátta, ritvinnslu Word og töflureiknir Excel
- Reynsla á sviði bókhaldsmála
- Sterk ábyrgðartilfinning
- Góð geta til að vinna í hóp
- Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
- Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt eigi síðar en mánudaginn 10. desember 2018 á netfangið gunnhildurarnar@ceohuxun.is merkt: Aðalbókari/Fjármálafulltrúi - FÍH. Hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.

Frekari upplýsingar um star­fið veitir Gunnhildur Arnardóttir, í tölvupósti; gunnhildurarnar@ceohuxun.is Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

FÍH áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Sjá nánar um starfsemi Félag íslenskra hljómlistarmanna á vefsíðu félagins, fih.is

Félag íslenskra hljómlistarmanna var stofnað 28. febrúar árið 1932. Frá stofnun félagsins hefur það verið málsvari atvinnuhljómlistarmanna og tónlistarkennara og gætt hagsmuna þeirra. Baráttan hefur alla tíð verið hörð og frumherjarnir lögðu á sig þrotlausa vinnu, oftast launalausir, við að fá störf hljómlistarmanna metin og virt að verðleikum. Uppskeran er um margt glæsileg. Íslenskt tónlistarlíf skartar í dag fjölmörgum frábærum hljómlistarmönnum á öllum sviðum tónlistar. Árangur íslenskra hljómlistarmanna á erlendri grundu ber enn frekari vitnisburð um að tónlistaruppeldi og tónlistarlíf okkar er á réttri braut. FÍH hefur gegnt lykilhlutverki í þessari stórkostlegu þróun og lagt áherslu á að tryggja ávallt mannsæmandi kjör og efla menntun. Í dag eru 750 hljómlistarmenn meðlimir FÍH og hafa aldrei verið fleiri frá stofnun. FÍH hefur aldrei boðið upp á fjölbreyttari þjónustu og aðstöðu en nú og forysta FÍH í kjara- og félagsmálum er kröftug.

FÍH | Rauðagerði 27 | Reykjavík 105 | 588 8255 | fih@fih.is | www.fih.is

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

29.11.2018

Staðsetning:

Rauðagerði 27, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi