Við leitum að hressu starfsfólki

Center Hotels Þverholt 14, 105 Reykjavík


CenterHotels óskar eftir að ráða hresst, jákvætt og duglegt fólk til starfa á nýjan og skemmtilegan veitingastað í hjarta borgarinnar. Um er að ræða bæði þjónustu- og veitingastörf á skemmtilegum og líflegum vinnustað þar sem einstaklingar fá tækifæri til að hjálpa til við uppbyggingu og mótun staðarins.

Um er að ræða þjónustustarf, barþjónastarf og matreiðslustarf. Öll störfin gera kröfu um jákvæða einstaklinga með góða samskiptahæfni, eiginleika til að vinna í teymi og með ríka þjónustulund og metnað í starfi. Enskukunnátta er skilyrði fyrir öll störfin, sem og íslenskukunnátta fyrir þjónustustarfið. Reynsla á sambærilegum störfum er mikill kostur.

Með opnun á nýjum veitingastað viljum við leggja áherslu á upplifun gesta og vonumst eftir starfsfólki með einstaka persónuleika til að gera upplifun gesta ennþá eftirminnanlegri.

Við leitum að starfsfólki bæði í hlutastarf og fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok júlí mánaðar 2019. Fyrir frekari upplýsingar varðandi starfið, vinsamlegast sendið tölvupóst á jobs@centerhotels.com.

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar “Þjónastarf”, “barþjónn” eða “matreiðsla” eftir hvað við á, fyrir 15.júlí 2019.

______________________________________________________

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja sem samanstendur af sex fyrsta flokks hótelum í miðborg Reykjavíkur, og er stefnt að opnun tveggja hótela til viðbótar á árinu. CenterHotels leggur áherslu á góða þjónustu og leitar því að starfsfólki sem hefur ríka þjónustulund og metnað til að standa sig í starfi. Lögð er áhersla á að viðhalda góðum starfsanda og rík áhersla á fræðslustarf og möguleika starfsmanna á vöxt í starfi. CenterHotels er jafnlaunavottað fyrirtæki.  

Umsóknarfrestur:

14.07.2019

Auglýsing stofnuð:

28.06.2019

Staðsetning:

Þverholt 14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi