Tæknimaður óskast

Center Hotels Þverholt 14, 105 Reykjavík


CenterHotels auglýsa eftir metnaðarfullum Tæknimanni til starfa í spennandi og fjölbreyttu umhverfi Tæknideildar.

 

Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem lögð er áhersla á góðan og léttan starfsanda. Við leitum því að jákvæðum einstakling sem hefur áhuga á tæknimálum og því spennandi umhverfi sem hóteliðnaðurinn hefur upp á að bjóða.

 

Starfssvið:

  • Þjónusta við notendur tölvukerfa og almenn kerfisumsjón  
  • Uppsetning og viðhald á tölvum og tæknibúnaði (Útstöðvar / Sjónvörp / Símar og fl.)
  • Eftirlit og þjónusta á tæknibúnaði á gestaherbergjum / Móttöku / skrifstofu og fundarsölum.

 

Hæfniskröfur:

  • Reynsla í notendaþjónustu, tölvu- og tækniumsjón
  • Grunnþekking á Microsoft / Linux kerfum
  • Góð færni í bilanagreiningu og úrlausn tölvu-/tæknivandamála
  • Gott vald á íslensku og ensku     
  • Snyrtimennska og stundvísi

Áhersla er lögð á frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleika, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.  

 

Um fullt starf er að ræða þar sem unnið er á skrifstofutíma, sem kann þó að vera sveigjanlegur ef til þess kemur.

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar „Tæknideild“ fyrir 10.desember 2018.

 //

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja sem samanstendur af sex fyrsta flokks hótelum í miðborg Reykjavíkur ,og er stefnt að opnun tveggja hótela til viðbótar á næsta ári. CenterHotels leggur áherslu á góða þjónustu og leitar því að starfsfólki sem hefur ríka þjónustulund og metnað til að standa sig í starfi. Lögð er áhersla á að viðhalda góðum starfsanda og rík áhersla á fræðslustarf og möguleika starfsmanna á vöxt í starfi. CenterHotels er jafnlaunavottað fyrirtæki.  

Umsóknarfrestur:

09.12.2018

Auglýsing stofnuð:

26.11.2018

Staðsetning:

Þverholt 14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi