Sölufulltrúi Byggt og búið – Fullt starf

Byggt og búið Kringlan 4-12, 103 Reykjavík


Leitum eftir öflugum sölufulltrúa í Byggt og búið Kringlunni.

Byggt og búið er rótgróin verslun sem hefur starfað í Kringlunni allt frá opnun hennar árið 1987.  Í versluninni má finna allt fyrir heimilið; heimilistæki, búsáhöld og gjafavöru frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Le Creuset, Rosenthal, KitchenAid, WMF, Erik Bagger, Eva Solo, Bodum og Rosendahl.  

Viðkomandi þarf að vera opinn og drífandi ásamt því að búa yfir framúrskarandi þjónustulund. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur áhuga á sölumennsku og reynsla af sölustörfum æskileg

Möguleiki er á aukavinnu, bæði virka daga þegar um lengri opnun er að ræða og helgarvinnu.

Vinnutími miðast við opnunartíma verslunnar, eða almennt 10-18:30 virka daga en til 19:00 á föstudögum.

Hæfniskröfur:

  • 20 ára eða eldri
  • Hafi reynslu, þekkingu og áhuga á þjónustu- og sölustörfum
  • Sé hugmyndaríkur, kraftmikill einstaklingur sem getur unnið sjálfstætt
  • Geti sýnt frumkvæði í starfi og tekist á við krefjandi verkefni með bros á vör
  • Búi yfir góðum samskiptahæfileikum
  • Góð meðmæli
  • Reyklaus
  • Hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 20.janúar 2019

Nánari upplýsingar gefur Jens Harðarson verslunarstjóri í netfanginu jens@byggtogbuid.is

Auglýsing stofnuð:

02.01.2019

Staðsetning:

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi