Sölumaður

Bros auglýsingavörur Norðlingabraut 14, 110 Reykjavík


Sölufulltrúi hjá BROS auglýsingavörum.


Óskum eftir að ráða sölufulltrúa hjá BROS, en félagið er rótgróið og sérhæfir sig í sölu og merkingum á fatnaði og auglýsingavörum


Sölufulltrúi annast dagleg samskipti við viðskiptavini félagsins, tilboðsgerð og frágang sölusamninga, auk annarra daglegra starfa á söluskrifstofu félagsins.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum, en stúdentspróf er æskilegt. Áhersla er lögð á söluhæfileika, þjónustulipurð, glaðlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum auk frumkvæðis og fagmennsku í vinnubrögðum.

Í boði er áhugavert starf hjá traustu og rótgrónu fyrirtæki, vinnuaðstaða er þægileg og vinnuandi góður.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Umsóknarfrestur:

31.03.2019

Auglýsing stofnuð:

06.03.2019

Staðsetning:

Norðlingabraut 14, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi