Fræðslu- og verkefnastjóri

Borgarleikhúsið Listabraut 3, 103 Reykjavík


Borgarleikhúsið óskar eftir að ráða til starfa fræðslu- og verkefnastjóra.

Borgarleikhúsið auglýsir starf fræðslu- og verkefnastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í skapandi umhverfi. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf fljótlega.

Starfslýsing:

 • Umsjón með fræðslustarfi Borgarleikhússins
 • Umsjón með þróun leiklistarkennslu hjá Borgarleikhúsinu
 • Samstarf við grunn- og leikskóla, Endurmenntun HÍ og félagasamtök
 • Þátttaka í verkefnavali, lestri leikverka, í ritstjórn á útgefnu efni
 • Verkefnastjórn fræðslutengdra verkefna skv. nánari ákvörðun leikhússtjóra
 • Starfs- og fjárhagsáætlun fræðsludeilda

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í sviðslistum
 • Þekking og reynsla af störfum í leikhúsi
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hóp
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Reynsla af því að starfa með börnum og ungu fólki er kostur
 • Frumkvæði, fagleg vinnubrögð og kraftur til að hrinda verkefnum í framkvæmd

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars og skal umsóknum fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Eðvaldsdóttir, mannauðsstjóri Borgarleikhússins. Sækja skal um starfið hér á alfred.is eða í netpósti til mannauðsstjóra: ingibjorg@borgarleikhus.is

Umsóknarfrestur:

30.03.2019

Auglýsing stofnuð:

16.03.2019

Staðsetning:

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi