Spennandi starf hjá lyfjaverslun

Borgar Apótek Borgartún 28, 105 Reykjavík


Ert þú einstaklingur með ríka þjónustulund, jákvætt hugarfar og löngun til að ná árangri í starfi ? Þá ert þú sú/sá sem við leitum að. Borgar Apótek leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum starfsmanni til að taka þátt í að byggja upp enn frekar öflugt apótek og veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna.

Starfssvið

 • Afgreiðsla og ráðgjöf í verslun
 • Umsjón með innkaupum og vörustjórnun.
 • Þátttaka í framkvæmd markaðs- og sölumála.
 • Ber ábyrgð á útliti verslunar og framsetningu á vörum.
 • Samskipti við birgja.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegum störfum.
 • Hjúkrunar-, sjúkraliða- eða lyfjatæknimenntun er kostur.
 • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Góð þekking á apóteksvörum og þjónustu lyfjaverslana er kostur.
 • Lágmarksaldur 22 ár
 • Tala íslensku

Borgar Apótek er ungt og framsækið fyrirtæki á heilbrigðissviði. Fyrirtækið er einkarekið og kappkostar að bjóða lyf og aðrar skyldar vörur á samkeppnishæfu verði ásamt því að veita persónulega og trausta þjónustu.

Við leitum að framtíðarstarfsmanni, sem er reiðubúinn að taka þátt í að byggja upp öfluga liðsheild og veita framúrskarandi þjónustu. Öruggt framtíðarstarf og góð laun í boði fyrir þann rétta.

 

Umsóknarfrestur:

20.01.2019

Auglýsing stofnuð:

09.01.2019

Staðsetning:

Borgartún 28, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi