Umsjónarmaður barnastarfs á bókasafni

Bókasafn Mosfellsbæjar Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Viltu kynna æsku Mosfellsbæjar fyrir undraheimi bókanna? 

BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR LEITAR AÐ ÖFLUGUM OG HUGMYNDARÍKUM STARFSMANNI TIL AFLEYSINGA Í EITT ÁR FRÁ OG MEÐ 6. ÁGÚST

Bókasafn Mosfellsbæjar starfar samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn frá 2012 og stefnu bæjarins í menningarmálum. Bókasafnið þjónustar einstaklinga og stofnanir í Mosfellsbæ og  stendur fyrir fjölbreyttum menningarviðburðum. Góð samvinna er milli Bókasafnsins og leik- og grunnskóla bæjarins.

Í starfinu felst umsjón með barnastarfi og safnkennslu nemenda, auk þess afgreiðsla, frágangur og önnur tilfallandi verkefni.   

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

·         Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi

·         Áhugi á og reynsla af starfi með börnum

·         Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

·         Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

·         Góð tölvukunnátta

·         Góð íslenskukunnátta

·         Reynsla af útlánakerfi Gegnis er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 19.07.2019.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Halldórsdóttir (audur@mos.is). Um tímabundna ráðningu  er að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Umsóknarfrestur:

19.07.2019

Auglýsing stofnuð:

27.06.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi