Bómaval leitar að Blómaskreyti

Blómaval Skútuvogur 16, 104 Reykjavík


Blómaskreytir óskast til starfa í Blómaval Skútuvogi

Leitað er að vandvirkum og fagmenntuðum blómaskreyti með frjóa
hugsun til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Blómavals.
Helstu verkefni eru gerð blómaskreytinga, vöruframsetning og sala
og þjónusta við viðskiptavini.

Hæfniskröfur:

  • Starfsreynsla úr blómaverslun og af sölustörfum
  • Góð reynsla af blómaskreytingum
  • Listrænt auga og fagurfræðileg hugsun
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
  • Gott vald á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið gefur Díana Allansdóttir á dianaa@husa.is

Hvetjum bæði kynin til þess að sækja um starfið.

Blómaval er stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk. Hjá okkur eiga áhugamenn um ræktun að fá allt sem hugurinn girnist og faglega þjónustu.

Hjá Blómavali er lifandi starfsumhverfi, öflug liðsheild og frábær starfsandi. Lögð er mikil áhersla á símenntun og að starfsmenn fái tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Gildin okkar eru: metnaður- þjónustulund- sérþekking

 

Auglýsing stofnuð:

23.11.2018

Staðsetning:

Skútuvogur 16, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi