Verkefnisstjóri í leikskóla og Umsjónakennari

Bláskógaskóli Laugarvatni Lindarbraut 6, 840 Laugarvatni


Bláskógaskóli á Laugarvatni óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár 2019-2020

Á leikskóladeild óskum við eftir að ráða inn verkefnastjóra fyrir næsta skólaár:

Leiðtoga á leikskóladeild

Verkefnastjóri faglegs starfs og þróunarstarfs við leikskóladeild

Æskilegt er að viðkomandi verkefnastjórar séu í 100% stöðuhlutfalli en þó er möguleiki að semja um það. Lögð er áhersla á góðan undirbúning til verkefna og horft til leiða til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara.

Mikilvægt er að verkefnastjórar hafi leikskólakennaramenntun, sérkennslu- eða stjórnunarreynsla er talin kostur. Horft verður til fyrri reynslu og einnig verður mjög mikilvægt að verkefnastjórar hafi sérlega góða samskiptahæfni og brennandi áhuga á að gera gott leikskólastarf enn betra. Stefnt er að því að auka teymisvinnu kennara á leikskóladeild sem hefur gefið mjög góða raun á grunnskólastigi, sem og að auka samvinnu leik og grunnskóla enn frekar.

Viðkomandi fær mikið svigrúm til að móta leikskólastarfið í samstarfi við frábæran hóp áhugasamra kennara, stjórnenda og starfsmanna.

Óskum við einnig eftir að ráða inn í stöðu leikskólakennara.

Miðað er við 100% starf en hægt er að semja um það stöðuhlutfall.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á að vinna með börnum. Æskilegt er að hafa mikinn áhuga á að þróa verkefnið þar sem að allir starfsmenn taka þátt í að móta verkefnin og leiða þau.  

Á grunnskóladeild leitum við eftir umsjónarkennurum til að starfa í teymisvinnu

Umsjónarkennari á yngsta stigi
Umsjónarkennari á miðstigi
Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á því að starfa í teymisvinnu þeirra kennara, sérfræðinga sem koma að hverju stigi. Teymisvinna hefur verið í þróun í skólanum í þó nokkurn tíma og vilji allra að halda í þá hugmyndafræði og þróa hana áfram.

Frábært tækifæri til að móta spennandi starf til framtíðar í samvinnu við frábæran hóp kennara. Á yngsta stigi eru miklir möguleikar á að þróa spennandi samfellu með leikskólastiginu. Hóparnir eru hæfilega stórir svo að kennarinn hefur tækifæri til að blómstra í sínum verkefnum.

Útinám hefur spilað stóra rullu í starfinu og þar er svigrúm til að efla fjölbreytt kennsluhætti.

Horft er til að umsækjendur hafi:

  • Leyfisbréf á viðkomandi skólastigi og /eða viðurkennda háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • áhuga á útinámi og fjölbreyttum kennsluháttum
  • reynslu af teymisvinnu
  • mjög góða færni í mannlegum samskiptum
  • ART réttindi
  • Jákvæðni og áhugi fyrir margbreytilegu starfi
  • Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrög

Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik- og grunnskóli í Bláskógabyggð sem leggur meðal annars mikla áherslu á samfellu á milli skólastiganna, fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Nemendur í skólanum eru u.þ.b 75 og starfsmenn í kringum 20 manns í mismunandi stöðugildum. Útinám er stór þáttur í stefnu skólans og mikilvægt er að kennarar og starfsmenn skólans upplifi tækifæri til fjölbreyttra kennsluhátta útivið. Starf skólans á að endurspeglast í einkunnarorðum skólans sem eru; Virðing, vinátta og gleði.

Í skólanum er lögð áhersla á góða samvinnu allra þeirra sem starfa í skólanum. Við leggjum áherslu á að þeir sem tilheyra starfsmannahópnum upplifi hann sem eina heild.  Gott námsumhverfi nemenda endurspeglast meðal annars í ánægðu og samstilltu starfsfólki.

Skólinn hefur um árabil verið leiðandi í útikennslu. Í vetur fjárfesti skólinn í gönguskíðum og vinnur að því að þróa enn frekar notkun þeirra í námslegum tilgangi sem og útinámsins alls. Stefnt er að enn frekari þróun þeirrar vinnu.

Tekin voru upp snerpuviðtöl í vetur í stað hefðbundinna starfsmannaviðtala. Þá eru tekin allt að 6 stutt viðtöl yfir árið í stað eins eða tveggja langra. Þessi nálgun hefur gefið góða raun sem hefur skilað sér í betra og nánara samtali milli kennara og stjórnenda. Markmið þessara vinnu var og er að gera góðan vinnustað enn betri til framtíðar. Það er trú okkar að traust og gott starfsumhverfi hafi jákvæð áhrif á starf og nám nemenda.

Öll skólaþróun er unnin í nánu samstarfi allra stafsmanna skólans. Mikilvægt er að þeir sem að bætast í hópinn hafi áhuga á að eiga í miklum og góðum samskiptum við samstarfsmenn sína um starfið og þróun þess.

Störfin henta jafnt körlum sem konum

Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf ekki seinna en 1. ágúst.

Mikilvægt að umsækjendur sendi með umsókn lýsingu á ástæðu umsóknar og hverjar væntingar séu til starfsins. Meðmæli eru einnig mikilvæg.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma: 480-3030 eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli.is

Auglýsing stofnuð:

04.06.2019

Staðsetning:

Lindarbraut 6, 840 Laugarvatni

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi