Verkefnastjóri upplýsingatækni

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík


Við leitum að verkefnastjóra með reynslu til að stýra hugbúnaðarverkefnum með þátttöku sérfræðinga innan upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins ásamt utanaðkomandi samstarfsaðilum hérlendis og erlendis. Um er að ræða ýmis verkefni í þróun hugbúnaðarlausna sem og innleiðing staðlaðra viðskiptalausna í starfsemi fyrirtækisins.

Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli leiðtoga- og samskiptahæfni og vera tilbúinn að takast á við spennandi áskoranir. Verkefnastjóri tilheyrir upplýsingatæknisviði.


Ábyrgð og verkefni

• Móta og koma á samræmdu SCRUM verklagi í hugbúnaðarþróun og innleiðingum
• Tryggja að öll verkefni séu afhent á réttum tíma, innan umfangs og kostnaðaráætlunar
• Stýring verk- og upplýsingafunda með hagsmunaaðilum
• Gerð og eftirfylgni verkáætlana
• Gerð, samræming og viðhald á verkefnaskjölum
• Mótun og stýring á innri umbótarverkefnum og fundum

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• A.m.k. fimm ára viðeigandi starfsreynsla
• Reynsla í þátttöku ólíkra hugbúnaðarverkefna er skilyrði
• Þekking á Agile og SCRUM hugtökum og aðferðafræði er kostur
• Þekking á Microsoft þróunarumhverfi og hugbúnaðarlausnum er kostur
• Hæfni í samskiptum og miðlun á upplýsingum í töluðu og skrifuðu máli
• Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í verki

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar, 2019.

Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson, sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420-8800.

Umsóknarfrestur:

07.01.2019

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi