Product Manager

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík


Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum Product Manager til að leiða áframhaldandi þróun vefsvæðisins Bluelagoon.com. Viðkomandi mun starfa náið með teymi sérfræðinga og utanaðkomandi samstarfsaðilum að úrlausn verkefna í átt að settum markmiðum fyrirtækisins.

Um er að ræða spennandi og krefjandi starf sem snýr beint að viðskiptavinum Bláa Lónsins þar sem hönnun, upplifun og virkni er í hávegum höfð. Product Manager tilheyrir vöruþróunarsviði sem tekur virkan þátt í stafrænni vegferð fyrirtækisins.


Ábyrgð og verkefni
• Þróun og stefnumótun á Bluelagoon.com
• Ábyrgð á vöruáætlun (e. product roadmap)
• Umsjón verkefna í nánu samstarfi með hönnuðum, forriturum og hagsmunaaðilum innan  fyrirtækisins
• Umsjón með notendaprófunum og A/B prófunum
• Greining og þróun nýrra tækifæra


Menntunar- og hæfniskröfur
• A.m.k. 2 ára viðeigandi starfsreynsla og umsjón með stórum vefverkefnum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mikill metnaður fyrir þróun stafrænna vara
• Góð samskiptahæfni og geta til að miðla framtíðarsýn
• Reynsla af ákvarðanatöku með aðstoð gagna
• Þekking á Agile og SCRUM hugtökum og aðferðafræði er kostur
• Þekking á Contentful, FullStory og Optimizely er kostur en ekki skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar, 2019.


Nánari upplýsingar veitir Hjalti Sigfússon, forstöðumaður vöruþróunarsviðs, í síma 420-8857.
  

 

Auglýsing stofnuð:

20.12.2018

Staðsetning:

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi