Við leitum að framkvæmdastjóra

Bæklingadreifing Ármúli 7, 108 Reykjavík


Bæklingadreifing ehf. auglýsir eftir framkvæmdastjóra.

Bæklingadreifing annast dreifingu kynningarefnis um land allt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og sinnir annarri þjónustu á sviði kynningarmála í ferðaþjónustu.

Framkvæmdastjóri heyrir undir og vinnur með stjórn félagsins. Í boði er krefjandi og skemmtilegt starf.

Starfssvið

  • Ábyrgð og umsjón með rekstri fyrirtækisins
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Ábyrgð og umsjón með starfmannamálum.
  • Samninga- og skýrslugerð.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana sem og vinna við stefnumótun.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi
  • Reynsla af rekstri og stjórnun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samningatækni
  • Áhugi á ferðaþjónustu og markaðsmálum

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2019.

 

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Ármúli 7, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi