Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Birgðastjóri - Orka Náttúrunnar

Ert þú metnaðarfullur birgðastjóri með ástríðu fyrir skilvirkni og nákvæmni?

Orka Náttúrunnar leitar að birgðastjóra til að stýra birgðahaldi á virkjanasvæðum fyrirtækisins.

Við leitum að einstakling sem býr yfir ástríðu fyrir sjálfbærum lausnum í birgðastjórnun og leggur áherslu á hagkvæmni og lausnamiðaða hugsun.

Viðkomandi mun bera ábyrgð á því að tryggja skilvirka stjórnun birgða, nákvæma skráningu og öruggt utanumhald á öllum vörum.

Starfið gerir því kröfu um sterka yfirsýn, skipulagsfærni og getu til að stýra stórum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, stýring og eftirlit með daglegum rekstri lagersins
  • Ábyrgð á að allar birgðir séu rétt skráðar, merktar og viðhaldið í samræmi við staðla fyrirtækisins
  • Yfirumsjón með innleiðingu, þróun og utanumhaldi á birgðakerfi
  • Ábyrgð á að tryggja lágmarksstöðu mikilvægra varahluta (e. critical spares)
  • Ábyrgð á þróun, þjálfun og leiðsögn starfsfólks lagersins og innri viðskiptavina til að tryggja skilvirkni
  • Þróun og innleiðing ferla fyrir birgðastjórnun, þ.m.t. innkaup, móttöku, geymslu og skráningu birgða
  • Samstarf við innkaupa- og tæknideildir virkjana, þ.m.t. orkuframleiðslukerfi, veitukerfi og húskerfi til að tryggja að birgðir séu nægar og til staðar þegar þeirra er þörf
  • Eftirlit með öryggi og ástandi birgða með áherslu á að lágmarka sóun og kostnað
  • Ábyrgð á að tryggja að öllum reglum og verklagsreglum fyrirtækisins sé fylgt í tengslum við birgðahaldið
  • Samvinna við innkaupa- og fjármálasvið til að tryggja nákvæmar fjárhagslegar upplýsingar um birgðir og kostnað
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af birgðastjórnun í hliðstæðu starfsumhverfi, s.s. á sviði orkuiðnaðar stóriðju eða sambærilegu er kostur
  • Leiðtogafærni, framúrskarandi skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
  • Góð tæknikunnátta og reynsla af upplýsingatæknikerfum
  • Reynsla af Agresso, Unit4 eða sambærilegum ERP kerfum er ótvíræður kostur
  • Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
  • Geta til að vinna undir álagi og taka ákvarðanir í flóknu og krefjandi umhverfi
  • Menntun á sviði birgðastjórnunar, verkfræði, tæknifræði eða sambærilegum greinum
  • Góð tölvukunnátta skilyrði

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.

Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar