
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Bílstjóri á lager
Leitað er að aðila til að ganga til liðs við öflugt teymi í varahlutaverslun Kletts í Klettagörðum. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi í fyrirmyndar aðstöðu.
Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er 8:00 - 17:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Akstur með vörur og afhending til viðskiptavina
Tiltekt og afgreiðsla á pöntunum
Móttaka og frágangur á vörum
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Bílpróf
Stundvísi
Góð samstarfs- og samskiptahæfni
Lyftarapróf er kostur
Hreint sakarvottorð
Fríðindi í starfi
Niðurgreiddur matur.
Sterkt og virkt starfsmannafélag.
Íþróttastyrkur.
Afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins.
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur13. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 8-10 8R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
StundvísiÚtkeyrslaVöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt sumarstörf / Various summer positions
BANANAR

Ævintýragjarnt sumarstarfsfólk að keyra um Ísland
COWI

Sumarstarf - Lager og útkeyrsla
Landfari ehf.

Vörutínsla - Kvöld og helgar
Bakkinn vöruhótel

Starfsmaður óskast á lager - tiltekt
Esja Gæðafæði

Almenn umsókn
BAUHAUS slhf.

Lagerfulltrúi í vöruhúsi
Veltir

Lagerstarf / KEF Airport
Lagardère Travel Retail

Hafnarfjörður: Timburafgreiðsla
Húsasmiðjan

Akstur & standsetningar JEEP/RAM/FIAT umboðið
ÍSBAND (Íslensk-Bandaríska ehf)

Lagerstarfsmaður/Warehouse Employee
Coripharma ehf.

Bílstjóri
Flutningaþjónustan ehf.