Þjónusturáðgjafi

Bílaumboðið Askja Krókháls 11, 113 Reykjavík


Við leitum að jákvæðum og kraftmiklum þjónusturáðgjafa í verkstæðismóttöku KIA

Askja var valið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum í árlegri könnun VR árið 2018. Hjá Öskju starfa um 140 manns, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. 

Gildi Öskju eru: Metnaður - Fagmennska - Heiðarleiki – Gleði

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Svörun erinda og fyrirspurna
 • Samskipti við viðskiptavini og ráðgjöf til þeirra
 • Samskipti við bifvélavirkja og skipulag verkefna
 • Afgreiðsla varahluta
 • Gerð reikninga og verðtilboða
 • Önnur verkefni tengd starfinu

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af þjónustustörfum
 • Bakgrunnur úr bílgreinum eða brennandi áhugi á bílum
 • Samstarfs- og samskiptahæfni
 • Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
 • Frumkvæði og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta og geta til að tilkeinka sér tækninýjungar
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Öskju, https://askja.umsokn.is/

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í gegnum netfangið atvinna@askja.is

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

17.05.2019

Auglýsing stofnuð:

10.05.2019

Staðsetning:

Krókháls 11, 113 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi