Sölufulltrúi varahluta

Bílabúð Benna Vagnhöfði 23, 110 Reykjavík


ERTU FRÁBÆR SÖLUFULLTRÚI?

Bílabúð Benna óskar eftir öflugum sölufulltrúa til starfa. Leitað er eftir einstaklingi með þægilegt viðmót, keppnisskap og hæfileika til að vinna í teymi.

Hæfniskröfur:

  • Bakgrunnur úr bílgreinum eða brennandi áhugi á bílum
  • Framúrskarandi þjónustulund og reynsla af sölumennsku
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta

Starfssvið:

  • Móttaka og ráðgjöf til viðskiptavina í þjónustuveri
  • Sala varahluta og þjónustu
  • Gerð tilboða, reikninga og verkáætlana
  • Þátttaka í söluteymi varahlutaverslunar fyrir Porsche, Opel og Ssangyong 

 Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Umsóknafrestur er til og með 12. júní en nánari upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Guðmundsson,verslunarstjóri, thorarinn@benni.is.

Mannauðsstefna fyrirtæksins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður sem byggir á sterkri liðsheild, keppnisskapi, jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum af báðum kynjum.

Bílabúð Benna hefur í 44 ár verið þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Fyrirtækið er umboðsaðili Porsche, Opel og SsangYong bifreiða. Auk þess að bjóða upp á gott úrval bæði nýrra og notaðra bifreiða sinnir Bílabúð Benna alhliða þjónustu fyrir þessi vörumerki.

Umsóknarfrestur:

12.06.2019

Auglýsing stofnuð:

29.05.2019

Staðsetning:

Vagnhöfði 23, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi