Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi

Baugur Baugakór 36, 203 Kópavogur


Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 50 manns með 146 börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/ 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólasérkennara-menntun eða þroskaþjálfa-menntun
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni
  • Frumkvæði í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Ráðningartími fer eftir samkomulagi.
  • Starfshlutfall er 100 %

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri í síma 441-5601 og Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5602 eða á netfanginu baugur@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Auglýsing stofnuð:

13.05.2019

Staðsetning:

Baugakór 36, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi