Viltu taka þátt í frábæru leikskólastarfi?

Austurkór Austurkór 1, 203 Kópavogur


Leikskólinn Austurkór leitar að flottum liðsmönnum til starfa inni á deild.

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildi skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. Starfshópurinn hefur byggt upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild. 

Ef þú telur þig eiga erindi í okkar flotta lið, endilega skelltu inn umsókn og ævintýrin bíða þín

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að einstaklingsmiðuðu uppeldi og menntun barnanna
  • Tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans m.a. í þróunarverkefnum, foreldrasamstarfi, starfsmannafundum og samstarfi við aðrar stofnanir.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst.
  • Starfshlutfall er 85-100%

 

Frekari upplýsingar

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila inn sakavottorði.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðný Anna leikskólastjóri í síma

441 5101 eða 898 9092.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

26.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Austurkór 1, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi