Viltu hafa áhrif á vöxt fyrir lífstíð?

Austurkór Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólasérkennara/þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa. 

Um er að ræða fjölbreytt starf sem bæði er unnið sjálfstætt og í sérkennsluteymi skólans. 

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið  einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildi skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. 

Starfsmannaaðstaða er til fyrirmyndar og einkennist skólabragurinn af mikilli samvinnu, gleði og metnaði. Við horfum til uppeldissýnar Reggio Emilia og kenninga Vygotsky í starfsaðferðum okkar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólasérkennara-, leikskólakennara-, þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og reynsla af sérkennslu æskileg.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta

Ráðningahlutfall og tími

  • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
  • Starfshlutfall er umsemjanlegt

Unnið er samkæmt starfslýsingum FL.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. 

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila inn sakavottorði.

Ef þú vilt vita meira, hafðu þá samband við Guðnýju Önnu leikskólastjóra í síma 441 5101 eða 898 9092.

Umsóknarfrestur:

31.05.2019

Auglýsing stofnuð:

07.05.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi