Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi

Austurkór Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa


Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur í Austurkór í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn og um 30 manna fjölbreytt starfslið. Starfsfólkið er einbeitt í því að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild. Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð.  Gildi skólans eru samvinna, lýðræði og atorka og einkunnarorð leikskólans eru Austurkór: þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningartími og starfshlutfall
Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er umsemjanlegt.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennara-, þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og reynsla af sérkennslu æskileg
  • Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur
Um er að ræða sérkennslu á deild fyrir börn 2-5 ára.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is 

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Þroskaþjálfafélag Íslands/Iðjuþjálfafélag Íslands.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni www.austurkor.kopavogur.is  og á Facebooksíðu skólans https://www.facebook.com/austurkor

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 441 5101 eða 898 9092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441 5102. Einnig er velkomið að senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

 

Umsóknarfrestur:

14.12.2018

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi