Viðskiptaþróunarstjóri

Auðna Tæknitorg Grandagarður 16, 101 Reykjavík


Auðna Tæknitorg ehf (www.audnatto.is) er brúin á milli vísinda og atvinnulífs sem með tækni- og þekkingaryfirfærslu tengir hagnýtanleg verkefni vísindasamfélagsins við atvinnulíf og fjárfesta og tryggr hugverkarétt eins og kostur er. Við greinum tækifærin og markaðinn og hjálpum við að koma hagnýtanlegum verkefnum úr vísindasamfélaginu á framfæri við frumkvöðla, fjárfesta og atvinnulífið. Við hjálpum einnig til við stofnun sprotafyrirtækjaMarkmið okkar er að stuðla að verðmætasköpun og samfélagslegum áhrifum vísinda í landinu.

Starfssvið

Viðskiptaleg þróun vísindalegra verkefna sem berast Auðnu Tæknitorgi

 • Markaðsleg og hugverkaréttarleg greining þeirra tækifæra sem berast úr vísindaheiminum
 • Bera ábyrgð á að greina, þróa og ljúka verkefnum um að koma nýrri vöru, þjónustu eða færni nær markaði.
 • Byggja upp náið og öflugt tengslanet innanlands og alþjóðlega
 • Koma verkefnum á framfæri og kynna verkefni á sannfærandi hátt innanlands sem erlendis
 • Taka virkan þátt í, leiða og ljúka samningagerð tengda verkefnum
 • Hafa umsjón með að verkefnasamningum sé fylgt og staðið sé við skuldbindingar
 • Aðstoða við stofnun sprotafyrirtækja

Menntunar- og hæfniskröfur

 • MBA í viðskiptum eða nýsköpun eða sambærileg reynsla,

 • Doktorspróf æskilegt, helst á sviði raunvísinda eða upplýsingatækni
 • Reynsla af fjármögnun verkefna, samskiptum við fagfjárfesta
 • Reynsla og þekking á sprota- og nýsköpunarumhverfinu
 • Vandvirkni, trúnaðartraust, samviskusemi, sjálfstæð, ábyrg og lausnamiðuð vinnubrögð eru nauðsynleg
 • Afbragðs samskiptafærni sem nýtist í teymisvinnu og við að byggja upp tengslanet
 • Mjög góð tungumálakunnátta; íslenska og enska skilyrði, önnur mál kostur

Umsókn skal fylgja Ferilskrá (CV), Fylgibréf og upplýsingar um mögulega meðmælendur. 

 

Umsóknarfrestur:

27.06.2019

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi