Sérfræðingur á sviði hugverkaréttar

Auðna Tæknitorg Grandagarður 16, 101 Reykjavík


Auðna Tæknitorg ehf (www.audnatto.is) er brúin á milli vísinda og atvinnulífs sem með tækniyfirfærslu tengir hagnýtanleg verkefni vísindasamfélagsins við atvinnulíf og fjárfesta. Auðna Tæknitorg sér til þess að hugverkaréttur er tryggður eins og kostur er og tekur virkan þátt í að efla vitund um vægi hugverkaverndar í samfélaginu.  

Markmið okkar er að stuðla að verðmætasköpun og samfélagslegum áhrifum vísinda og auka þannig samkeppnishæfni landsins.

Starfssvið:

 • Samningsgerð, samstarfssamningar, trúnaðarsamningar, hugverkasamningar, nytjaleyfissamningar, fjárfestasamningar ofl..
 • Umsjón með einkaleyfum og hugverkaréttindum
 • Úrlausn lögfræðilegra álitaefna tengdum hugverkarétti, viðskipta-  og samstarfssamningum.
 • Taka þátt í ráðgjöf og fræðslu varðandi einkaleyfi, höfundarétt og hagnýtingu rannsókna.
 • Veita aðstoð við stofnun sprotafyrirtækja.

Menntunar-og hæfniskröfur:

 • Réttindi í einkaleyfalögfræði t.d. European Patent Attorney kostur. 
 • Framhaldsmenntun í raungreinum kostur.
 • Reynsla af hugverkaréttarsamningum og viðskipta- og fjárfestasamningum er skilyrði.
 • Sérþekking og reynsla í hugverkarétti skilyrði.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu og rík þjónustulund.
 • Vandvirkni, trúnaðartraust, samviskusemi, sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð eru nauðsynleg.


Umsókn skal fylgja Ferilskrá (CV), Fylgibréf og upplýsingar um mögulega meðmælendur

Umsóknarfrestur:

27.06.2019

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi