Fjölbreytt störf á líflegri ferðaskrifstofu

Atlantik Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík


Vegna aukinna verkefna óskar Ferðaskrifstofan Atlantik eftir nýjum liðsmönnum í framúrskarandi teymi á lifandi og krefjandi vinnustað. 

Um er að ræða:

 • Framtíðarstörf í verkefnastjórnun
 • Tímabundna verkefnavinnu með sveigjanlegu starfshlutfalli
 • Sumarstörf

Starfssvið:

 • Úrvinnsla og framkvæmd ferða á Íslandi fyrir farþega skemmtiferðaskipa og önnur tengd verkefni
 • Samskipti við innlenda birgja og erlenda samstarfsaðila
 • Þátttaka í vöruþróun og hugmyndavinnu um nýjungar í ferðaþjónustu
 • Aðstoð við önnur verkefni, m.a. hvataferðir og ráðstefnur á álagstímum

Menntun og hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla á sviði ferðaþjónustu eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Víðtæk þekking á landinu og framboði ferðaþjónustu er æskileg
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli. Önnur tungumál mikill kostur
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, sköpunargleði, nákvæmni, framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni, sveigjanleiki og aðstæður til að vinna mikið á álagstímum

 

Atlantik er fyrirtæki í ferðaþjónustu og fagnaði 40 ára starfsafmæli á árinu 2018. Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og fágætisferðamennsku. 

Umsóknarfrestur:

11.01.2019

Auglýsing stofnuð:

27.12.2018

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Iðnaðarstörf Sérfræðistörf Stjórnunarstörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi