Grafískur hönnuður á stafrænum markaði

Artasan Suðurhraun 12A, 210 Garðabær


Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að byggja upp spennandi og fjölbreytt vörumerki á lyfja- og heilsumarkaðnum með stafrænni markaðssetningu.

 

Starfslýsing:

 • Hönnun og uppsetning á auglýsingum og markaðsefni.
 • Umsjón með herferðum og viðburðum á samfélagsmiðlum; auglýsingar í gegnum Facebook Ads Manager, Google Adwords, Instagram o.þ.h.
 • Gerð birtingadagatals fyrir samfélagsmiðla og umsjón með birtingum.
 • Skilgreining markhópa á samfélagsmiðlum.
 • Mótun stafrænnar markaðsstefnu.

 

Hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla á sviði grafískrar hönnunar.
 • Minnst 2ja ára starfsreynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum.
 • Þekking á Facebook Business Manager, Google Adwords og Google Analytics.
 • Áhugi og þekking á heilsu og bætiefnum.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Hugmyndaauðgi.

 

Tekið er við umsóknum í gegnum heimasíðu Artasan, www.artasan.is, og eru umsækjendur beðnir um að láta ferilskrá fylgja með. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og skv. gildandi persónuverndarlögum. Umsóknarfrestur er til 24. mars.

Artasan er sérhæft fyrirtæki á sviði markaðssetningar á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsuvörum.

Nánari upplýsingar veita Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan, í síma 824-9220 og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri, í síma 897 1626.

 

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Suðurhraun 12A, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi