Atferlisþjálfi/umsjón með námi

Arnarskóli Kópavogsbraut 5C, 200 Kópavogur


Ert þú með háskólamenntun og þyrstir í fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf með börnum?

Arnarskóli er sérskóli sem sinnir börnum með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans. 
Okkur er umhugað að nemendur okkar upplifi öryggi og samfellu í námi og leik og því bjóðum við upp á þjónustu allt árið.  Unnið er eftir aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar.

Við erum að taka á móti nýjum nemendum og vantar háskólamenntað starfsfólk til þess að sinna umsjón með námi og frístund þeirra. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á umgjörð náms, einstaklingsáætlunar og frístundastarfs umsjónarnemanda í samvinnu við deildarstjóra og fagstjóra
  • Skráning og framvinda náms
  • Samskipti við foreldra og aðra fagaðila
  • Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum


Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi (t.d. grunn- og leikskólakennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræði menntaðir, sérkennarar, tómstundafræðingar)
  • Góð samskiptafærni
  • Frumkvæði
  • Sveigjanleiki
  • Góður skilningur á íslensku
  • Brennandi áhugi á vinnu með börnum

Við leitum að umhyggjusömu og metnaðarfullu starfsfólki til að vinna við þjálfun og kennslu nemenda okkar, ásamt því að taka þátt í uppbyggingu og þróun á nýjum skóla.  


 

 

Umsóknarfrestur:

14.12.2018

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Kópavogsbraut 5C, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi