Álfhólsskóli óskar eftir skólaliða

Álfhólsskóli Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur


Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk  og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið  lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun, sjálfstæði og ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða 50 - 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa áhuga á því að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi.
  • Mikil áhersla á samstarfshæfni og stundvísi

Nánari upplýsingar


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Eflingar.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 441 3800 (sigrunb@kopavogur.is).

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

28.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi