Sendibílstjóri

Akstur og flutningar Knarrarvogur 2, 104 Reykjavík


Bílstjóri óskast í fjölbreyttan sendibílaakstur.

Hraustur, þjónustulundaður og íslenskumælandi með hreint sakavottorð.

Vinnan er tvískipt. 

Annarsvegar akstur á miðstærðar lyftubíl frá ca 6-9 á morgnanna.  Það snýst um að rúlla stæðum inn í matvörubúðir á höfuðborgarsvæðinu og taka tómar stæður tilbaka. 

Hinsvegar tilfallandi ferðir fyrir ýmsa fastakúnna og vinna í gegnum sendibílastöð.

Fyrirtækið er sem stendur með 3 bíla í morgunkeyrslu alla daga vikunnar.  Því verður um vaktafyrirkomulag að ræða og ég leita að fólki sem hefur kost á að vinna aðra hvora helgi.

Fyrirkomulag: 

Unnið er á vöktum ca 6-17 og þarf viðkomandi að geta skilað fjórum vöktum á viku.  Þar innifalin er önnur hver helgi a.m.k. til 14:00.

 

vika 1   þri,  mið, fim, fös,        frá 6-17

vika 2   mán þri 6-17  og  lau sun   6- ca 14:00 

 

Kröfur:

Meirapróf er ekki nauðsynlegt en reynsla af akstri er æskileg. Umsækjandi þarf í það minnsta að vera þokkalega sjálfsöruggur bílstjóri auk þess að vera varkár snyrtilegur og fær um að fara vel með ökutækin.  Æskilegur aldur ca 25-55 ára.  Annað slagið eru burðarverkefni hluti af vinnudeginum.  Því þarf viðkomandi að vera þokkalegur til heilsunnar og í bakinu.  Ekki að það sé stór hluti af heildarmyndinni en það má reikna með því sem hluti af pakkanum.  

 

Mjög góð kaffiaðstaða og fínn félagskapur.

 

skutlari@gmail.com

 

 

Auglýsing stofnuð:

14.04.2019

Staðsetning:

Knarrarvogur 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi