NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Ævintýragjarn aðstoðarmaður óskast!

Ég er sjálfstæður og virkur einstaklingur með mikla þekkingu og færni á ýmsum sviðum, en vegna fötlunar minnar vantar mig auka hendur til að framkvæma hlutina með mér. Þess vegna leita ég að áreiðanlegum aðstoðarmanni sem gerir mér kleyft að lifa sjálfstæðu lífi. Starfið er fjölbreytt og spennandi, þú myndir aðstoða mig við ýmsar athafnir daglegs lífs og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með mér, bæði heima og úti í samfélaginu.

Um starfið:

Starfið er ekki bundið við einn stað, þú fylgir mér þar sem ég er hverju sinni. Það gæti verið heima hjá mér, á vinnustað mínum, á fundum, við ýmsa viðburði eða jafnvel á ferðalögum.

Helstu verkefni fela í sér:

  • Aðstoð við klæðnað og persónulegt hreinlæti
  • Heimilisstörf og innkaup
  • Stuðning í starfi mínu og við áhugamál
  • Þátttöku í garðyrkju, smíðum og öðrum verklegum verkefnum (t.d. að skrúfa hluti sundur og saman)
  • Fylgd á ferðalögum og í önnur ævintýri
  • Líkamlega aðstoð eftir þörfum, t.d. að lyfta hlutum eða hjálpa mér að komast milli staða (starfið getur verið líkamlega krefjandi)

Vinnutími og staðsetning:

  • Vinnutími: Sólarhringsvaktir (24 klst hver vakt), um 6 vaktir á hverju 4 vikna tímabili (100% starf)
  • Staðsetning: Reykjavík (103)

Hæfniskröfur:

  • Bílpróf, reykleysi og hrein sakaskrá (skilyrði)
  • Stundvísi, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf
  • Sveigjanleiki og góð samskiptahæfni
  • Vilji til að fylgja mínum leiðbeiningum og virða mínar óskir
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki skilyrði – þjálfun og leiðsögn veitt ef þarf
  • Vinsamlegast tilgreindu 2 meðmælendur í ferilskránni þinni

Fríðindi:

  • Styttri vinnuvika: Um 36 klst að jafnaði – styttra en hefðbundin 40 stunda vinnuvika
  • Rúmlegur frítími milli vakta: Um 22 dagar í (yfir þrjár vikur) í frí á fjögura vikna tímabili sem dreifist á milli 6 vakta. Nægur tími til að hlaða batteríin á milli vakta!

Ef þú ert jákvæður, hjálpsamur og tilbúinn í fjölbreytt verkefni með mér, þá gæti þetta starf hentað þér fullkomlega. Komdu og taktu þátt í ævintýrinu!

Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
103
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar