Sérfræðingur í Viðskiptagreind

Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík


Við leitum að flottum einstakling til að sinna starfi sérfræðings á sviði viðskiptagreindar.

 

Starfssvið

Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga á viðskiptagreind (BI), vera sjálfstæður og jákvæður og geta unnið náið með viðskiptavinum við greiningu, ráðgjöf og útfærslur á viðskiptagreindartengdum lausnum.

 

Almennar hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti

 

Þekking og reynsla

 • Hönnun og útfærsla viðskiptagreindarlausna
 • Microsoft SQL Server, SSIS, SSAS
 • SQL
 • Mjög góð þekking á Excel
 • Microsoft Power BI er kostur
 • Þekking á NAV og/eða AX er kostur
 • Þekking á fjármálum fyrirtækja og rekstri kostur
 • Þekking á Discovery Hub/TimeXtender er kostur
 • Þekking á Data vault aðferðafræðinni er kostur
 • Þekking á .NET forritun er kostur


Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ráðið verður í starfið þegar að réttur aðili finnst og því er ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða

 

Ferli ráðninga

 • Tekið á móti umsóknum
 • Yfirferð umsókna
 • Boðað í fyrstu viðtöl
 • Boðað í seinni viðtöl
 • Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 • Öflun umsagna / meðmæla
 • Ákvörðun um ráðningu
 • Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Gunnlaugsson, deildarstjóri Stjórnendaupplýsinga, ragnar.gunnlaugsson@advania.is, 440 9000.

Umsóknarfrestur:

27.02.2019

Auglýsing stofnuð:

22.01.2019

Staðsetning:

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi