Sérfræðingur í Office 365

Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík


Við leitum að hugmyndaríkum og drífandi einstakling til að hafa umsjón með Microsoft Office 365 fræðslu Advania. Ef þú hefur brennandi áhuga á fræðslu og vilt starfa á líflegum vinnustað með frábæru fólki, þá erum við að leita að þér!


Starfssvið
Starfið felur í sér utanumhald á Microsoft Office 365 námskeiðum fyrir viðskiptavini Advania, kennsla, útbúa námsefni og þáttaka í mótun O365 ráðgjafar Advania.


Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. kennaramenntun eða sambærileg menntun
 • Þekking og reynsla af Microsoft O365 umhverfinu
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni
 • Mikill kostur að þekkja inn á Admin portal fyrir O365
 • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli


Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
Ráðið verður í starfið þegar að réttur aðili finnst og því er ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða


Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 12.12 2018
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað


Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Lárus Long, forstöðumaður Ráðgjafar og verkefnastjórnunar, larus.long@advania.is, Gsm: 840-2309

Umsóknarfrestur:

12.12.2018

Auglýsing stofnuð:

28.11.2018

Staðsetning:

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi