Forstöðumaður Advice

Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík


Hefur þú reynslu af stjórnun og rekstri? Ertu með góða þekkingu á fjórðu iðnbyltingunni og þeim tækifærum sem í henni felast? Við leitum að leiðtoga sem verður í forsvari fyrir teymi stjórnendaráðgjafa Advania.

Stjórnendaráðgjöf Advania Advice
Í ráðgjafateymi Advania eru öflugir stjórnendaráðgjafar sem hafa mikla reynslu af ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að móta skýra stefnu og nýta að fullu þau fjölmörgu tækifæri sem örar tækniframfarir skapa. Framundan eru áhugaverð verkefni sem snúa að öllum þáttum stafrænna vegferða fyrirtækja og stofnana.

Starfssvið
Forstöðumaður leiðir áframhaldandi uppbyggingu á stjórnendaráðgjöf Advania. Í starfinu felst ábyrgð á rekstri sviðsins og þeim verkefnum sem þar eru unnin. Hlutverkinu fylgir að eiga frumkvæði að og leiða samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini Advice. Við leitum að einstaklingi sem hefur getu, þor og vilja til að byggja upp traust langtímasamband við viðskiptavini og leiða ráðgjafaverkefni.

Hæfnikröfur:

 • Reynsla af stjórnun og rekstri 
 • Mikil þekking og áhugi á fjórðu iðnbyltingunni og þeim tækifærum sem í henni felast 
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
 • Leiðtogahæfileikar 
 • Ráðgjafahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum 
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku máli í ræðu og riti 


Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og er það markmið okkar að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Gildi Advania eru ÁSTRÍÐA, SNERPA og HÆFNI.

Ferli ráðningar

 1. Tekið á móti umsóknum til 12. febrúar 2019 
 2. Yfirferð umsókna
 3. Próf og verkefni lögð fyrir
 4. Fyrstu viðtöl
 5. Seinni viðtöl
 6. Kynningar
 7. Ákvörðun um ráðningu

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að öllum umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna, anna.bjork.bjarnadottir@advania.is, 440 9000
Sigrún Ósk Jakobsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, sigrun.osk.jakobsdottir@advania.is, 440 9000

Umsóknarfrestur:

12.02.2019

Auglýsing stofnuð:

01.02.2019

Staðsetning:

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi