Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Við leitum að þjónustulunduðum leiðtoga til að leiða deild vefverslana Advania. Deildin er hluti af nýju retail sviði Advania þar sem öll þekking, vöruframboð og þjónusta við retail viðskiptavini kemur saman á einu sviði.
Frábært tækifæri til að vinna með reynslumiklu teymi og aðstoða íslenskar verslanir við að taka réttu skrefin inn í vefheima.
Starfssvið
Deildarstjóri vefverslana fer fyrir sterkum hópi sérfræðinga og ber ábyrgð á skipulagi deildarinnar og þjálfun og þróun starfsmanna. Í starfinu felast samskipti við viðskiptavini, sala og ráðgjöf á vefverslana-lausnum Advania (Dynamic Web), forðastýring verkefna, áætlanagerð og ábyrgð á vöruframboði. Að auki felur starfið í sér stöðug úrbótaverkefni til að auka bæði skilvirkni og gæði þjónustunnar.
Hæfniskröfur
Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.
Ferli ráðninga
Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Högni Hallgrímsson, forstöðumaður Retail og afgreiðslulausna, hogni.hallgrimsson@advania.is, 440 9000.
13.12.2018
Auglýsing stofnuð:29.11.2018
Staðsetning:Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund:Fullt starf