Deildarstjóri á Veflausnasviði

Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík


Advania leggur áherslu á þjónustu og samvinnu og treystir því að starfsmenn sameinist í að veita bestu mögulegu þjónustu til innri og ytri viðskiptavina fyrirtækisins.

Starfslýsing
Hlutverk deildarstjóra er að stjórna daglegum rekstri deildarinnar, styðja við heildarmarkmið félagsins og vera leiðandi í þjálfun og þróun starfsmanna. Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf á veflausnum Advania, forðastýringu verkefna, áætlanagerð og ábyrgð á vöruframboði. Að auki felur starfið í sér stöðug úrbótaverkefni til að auka bæði skilvirkni og gæði þjónustunnar.

Veflausnasvið Advania
Veflausnasvið Advania er sívaxandi hluti af starfsemi fyrirtækisins. Sérfræðingar á sviðinu veita ráðgjöf um alla þætti stafrænna lausna og þar býr mikil þekking á þarfagreiningum, viðmótshönnun, grafískri hönnun og markaðstólum. Veflausnasvið sér meðal annars um að forrita sérlausnir, ytri vefi, innri vefi, vefverslanir og þjónustugáttir.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur
 • Reynsla og þekking á þróun veflausna eða hugbúnaðar
 • Reynsla af ráðgjöf og verkefnastjórnun
 • Stjórnunarreynsla er ekki krafa en mikill kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Rík þjónustulund, leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 12. júní 2019
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, forstöðumaður Veflausna, hrafnhildur.sif.sverrisdottir@advania.is, S: 440 9000
María Hólmfríður Marinósdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, maria.holmfridur.marinosdottir@advania.is, S: 440 9000

Umsóknarfrestur:

12.06.2019

Auglýsing stofnuð:

31.05.2019

Staðsetning:

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi