Söluráðgjafi - A4 húsgögn

A4 Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík


Söluráðgjafi - A4 húsgögn

Við óskum eftir að ráða öflugan söluráðgjafa í húsgagnadeild A4 í verslun okkar í Skeifunni. Um fullt starf er að ræða og er vinnutími kl 10.00-18:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

 • Sala, afgreiðsla og framúrskarandi þjónusta
 • Umsjón með sýningarsal A4 húsgagna í Skeifunni
 • Öflun nýrra viðskiptavina
 • Viðhald og eftirfylgni við núverandi viðskiptavini
 • Úthringingar til fyrirtækja í útsóknarverkefnum
 • Aðkoma að tilboðs- og samningagerð


Kröfur um þekkingu og reynslu:

 • Brennandi áhugi á og reynsla af sölustörfum
 • Vilji og frumkvæði að því að byggja upp ítarlega þekkingu á vörum fyrirtækisins 
 • Geta og hæfni til að vinna sem hluti af teymi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Áreiðanleiki, nákvæmni og vandvirkni
 • Hæfni til að vinna með tölulegar upplýsingar
 • Drifkraftur, frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar


Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Vigfúsardóttir, sölustjóri húsgagna í síma 580-0020.


A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Umsóknarfrestur:

16.12.2018

Auglýsing stofnuð:

07.12.2018

Staðsetning:

Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi