Leikskólasérkennari - Þroskaþjálfi

Leikskólinn Klambrar Háteigsvegur 33, 105 Reykjavík


Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við atferlisþjálfun í leikskólann Klambra, Háteigsvegi 33, 105 Reykjavík. Klambrar er fjögurra deilda leikskóli þar er lögð er áhersla á "Klambraandann", að öllum líði vel og séu sáttir við lífið og tilveruna. Einkunnarorð Klambra eru Starfsgleði og jákvæðni, gagnrýnin og skapandi hugsun. Framtíðarsýn okkar í Klömbrum er að í leikskólanum séu hamingjusöm börn sem eru fær í að taka ákvarðanir og vinna út frá eigin styrkleikum.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna með barni í atferlisþjálfun.
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur
Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af atferlisþjálfun og sérkennslu æskileg 
Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum æskileg
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi
Jákvæðni og áhugi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta

Auglýsing stofnuð:

13.02.2018

Staðsetning:

Háteigsvegur 33, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi