Hlutastarf á sölu- og markaðssviði

Vinco Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík


Vegna aukinna umsvifa leitum við að fleiri starfsmönnum í fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi störf á skrifstofuna. Við leitum nú að fjölhæfum og drífandi starfsmanni í hlutastarf á sölu- og markaðssviði.

 

Um Vinco

Vinco rekur Bæklingadreifingu sem annast dreifingu kynningarefnis fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og Minicards sem gefur út auglýsingar í kortastærð á sérútbúnum Minicards-auglýsingastöndum. Ásamt því rekur Vinco auglýsingaskjái á vinsælum viðkomustöðum ferðamanna.


Helstu verkefni og ábyrgð

·       Sala og ráðgjöf

·       Greining á markaði og viðskiptatækifærum

·       Tilboðsgerð, úrvinnsla og eftirfylgni

·       Tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur

·       20 ára og eldri

·       Reynsla af sölustörfum

·       Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

·       Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni

·       Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi

·       Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

·       Ökuréttindi

 

Vinnutími er eftir samkomulagi en miðast við skrifstofutíma. Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar veitir Jón Rúnar Jónsson, sölu- og rekstrarstjóri í gegnum netfangið jon@baeklingadreifing.is.

Umsóknarfrestur:

23.02.2018

Auglýsing stofnuð:

13.02.2018

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi