Skipulagsfræðingur

Kópavogsbær Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur


Kópavogsbær óskar eftir skipulagsfræðingi.

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf skipulagsfræðings á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá metnaðarfullu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu.

Helstu verkefni

Vinnur að stefnumótun, þróun og gerð hverfisáætlana/hverfisskipulags.

Annast upplýsingagjöf til íbúa og annarra hagsmunaaðila um áætlanir og skipulag.

Undirbýr og annast hverfafundi.

Annast samskipti við önnur sveitafélög er varðar hverfisáætlanir.

Annast húsakönnum og skráningu gagna um eldri hús í hverfum bæjarins.

Hefur umsjón með íbúakönnun og skráningu gagna í tengslum við hverfisáætlanir

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf í skipulagsfræði eða önnur sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Góð tölvufærni

Reynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg.

Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.

Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2018.

Upplýsingar veitir Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri, í síma 441-0000 eða í tölvupósti birgir@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

03.03.2018

Auglýsing stofnuð:

07.02.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi