Útkeyrsla og pökkun

Djúpalón ehf Skemmuvegur 16, 200 Kópavogur


Djúpalón leitar að kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstaklingi til starfa við útkeyrslu og pökkun.

Starfið felur í sér tiltekt og útkeyrslu til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu,ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. 

Um er að ræða fullt starf og er vinnutíminn frá 8:00 til 16:00

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund, góða samskiptafærni og íslenskukunnáttu.

Hæfniskröfur:
- Samviskusemi, dugnaður og metnaður til að leggja sig fram
- Þjónustulund
- Reglusemi
- Góðir samskiptahæfileikar 
- Stundvísi, heiðarleiki og rík ábyrgðartilfinning

 Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið petur@djupalon.is.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Þorleifsson í síma 588-7900.

Djúpalón sérhæfir sig í gæða sjávarafurðum og leggur áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna með persónulegri og góðri þjónustu og hágæða vöru. Djúpalón þjónustar veitingastaði, mötuneyti og aðra endursöluaðila.

 

 

Auglýsing stofnuð:

06.02.2018

Staðsetning:

Skemmuvegur 16, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi