Árekstur.is

Árekstur.is Skeifan 5, 108 Reykjavík


Árekstur.is leitar að mentnaðarfullum rannsóknarfulltrúa til starfa í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert framtíðarstarf.

Ábyrgð og helstu verkefni:
Rannsóknarfulltrúi fer á vettvang minniháttar umferðaróhappa. Hann rannsakar vettvang, mælir og ljósmyndar, útbýr tjónaskýrslur og gengur í önnur verkefni er til falla. Árekstur.is starfar fyrir öll tryggingarfélög á landinu. Rannsóknarfulltrúi þarf að vera heiðarlegur, nákvæmur, áreiðanlegur, líkamlega og andlega hraustur, hafa góða samskiptahæfni, þarf að geta unnið sjálfstætt og framvísað hreinu sakavottorði sé þess óskað.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði
• Æskilegt er að viðkomandi hafa lokið skyndihjálparnámskeiði
• Mjög gott vald á íslensku, bæði í riti og ræðu
• Þekking á íslenskum umferðarlögum
• Góð almenn tölvukunnátta
• Gild ökuskírteini

Gert er ráð fyrir að rannsóknarfulltrúi hefji störf eftir starfsþjálfun.

Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri og reynslutími eru 3 mánuðir.

Umsóknarfrestur:

31.01.2018

Auglýsing stofnuð:

22.01.2018

Staðsetning:

Skeifan 5, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi