Nýtt starf Innkaupafulltrúa

Coca-Cola European Partners Ísland Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík


Starfið tilheyrir innkaupa- og áætlunardeild, sem er ný eining sem tryggir hagkvæmari nýtingu aðfanga.

Um er að ræða nýtt starf í hröðu umhverfi þar sem breytingar eru miklar og tækifæri mikil fyrir réttan einstakling.

Starf innkaupafulltrúa felur í sér samskipti og innkaup frá innlendum og erlendum birgjum á hráefnum, umbúðum, fullunnum vörum, tækjabúnaði og rekstrarvörum. Verkefni eru margvísleg og krefjandi. Starfsmaður þarf m.a. að sjá um gerð áætlana um efnisnotkun, pantanir, samskipti við birgja og flutningsaðila, tollafgreiðslu og eftirfylgni. Deildin vinnur markvisst að sífelldum umbótum og skilvirka stýringu aðfanga til CCEP og gæðakerfum og innkaupareglum The Coca-Cola Company og Coca-Cola European Partners.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta eða vörustjórnunar
  • Reynlsa af sambærilegum störfum er kostur
  • Brennandi áhugi á vörustjórnun og/eða innkaupum
  • Góð almenn kunnátta á excel er kostur
  • Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Góð íslenska í töluðu og rituðu máli

Umsóknir ásamt kynningarbréfi og starfsferilskrá óskast sendar um vef okkar ccep.is.


Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.

Nánari upplýsingar veitir Vala Rún Gísladóttir forstöðumaður vala@ccep.is eða Sonja M. Scott mannauðsstjóri sonja@ccep.is

Umsóknarfrestur:

22.01.2018

Auglýsing stofnuð:

12.01.2018

Staðsetning:

Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi