Öryggisvörður á stjórnstöð - Framtíðarstarf

Öryggismiðstöðin Askalind 1, 201 Kópavogur


Öryggisvörður á Stjórnstöð


Öryggismiðstöðin leitar eftir öryggisverði á stjórnstöð fyrirtækisins í framtíðarstarf. Leitað er af jákvæðum aðila sem getur tekið ákvarðanir skjótt og vel. Vaktavinna, unnið er á 12 tíma vöktum í 7 daga og 7 dagar frí 

Helstu verkefni:

 • Símsvörun og úrvinnsla erinda
 • Samskipti við öryggisverði á bílum og stýringu til þeirra
 • Skráning í stjórnstöðvarhugbúnað úrlausnir boða og ýmis fyrirmæli
 • Úthringingar vegna boða í stjórnstöðvarhugbúnað
 • Gerð þjónustupantana og fleira

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af öryggis- og löggæslumálum er kostur
 • Þekking á almennri skyndihjálp er kostur
 • Þekking á öryggiskerfum, brunakerfum, slökkvibúnaði  er kostur
 • Almenn tölvukunnátta, word, excel, outlook og Navision er kostur
 • Góð mannleg samskipti, jákvæðni og rík þjónustulund
 • Geta afgreitt mál hratt og örugglega
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Gott vald á íslensku og ensku (tala og rita)

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði og lágmarksaldur er 20 ára.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018

Umsóknir fyllist út á www.alfred.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn R. Ingólfsson verkefnastjóri stjórnstöðvar í tölvupósti thri@oryggi.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og býður upp á lausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Öryggismiðstöðin hefur á undanförnum árum hlotið viðurkenningu VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki ársins. Gildi fyrirtækisins eru forysta, umhyggja og traust.

Umsóknarfrestur:

21.01.2018

Auglýsing stofnuð:

12.01.2018

Staðsetning:

Askalind 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi