Tæknistarf

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Tæknistarf í Reykjavík
Origo leitar að sjálfstæðum og útsjónarsömum starfskrafti á tækniborð með áhuga á að tileinka sér nýjungar og takast á við krefjandi verkefni. Hlutverkið felur í sér að leitast við að leysa úr fyrirspurnum viðskiptavina strax í fyrsta símtali með því að yfirtaka vélbúnað viðskiptavina, greina vandamálið og laga bilunina.

Helstu verkefni:

 • Almenn notendaþjónusta og upplýsingagjöf 
 • Móttaka, greining og úrlausn þjónustubeiðna
 • Uppsetningar á tölvu- og prentbúnaði
 • Umsýsla með póstlausnir og viðskiptahugbúnað á snjalltækjum
 • Uppsetning og dreifing á nýjum útstöðvum eða enduruppsetning á eldri vélum
 • Þátttaka í hópavinnu innan og milli deilda
 • Samvinna með kerfisstjórum og öðru tæknifólki


Hæfniskröfur:

 • Rík þjónustulund 
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
 • Góð þekking á Windows stýrikerfum auk MacOS og Linux þekking er kostur
 • Góð þekking á virkni útstöðva
 • Þekking á ITIL aðferðafræðinni er kostur
 • Reynsla af helstu snjalltækjum, Android og iOS
 • Menntun sem nýtist í starfi og tæknilegar vottanir t.d. Microsoft gráður, eru kostur


Bæði kyn eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar. Sótt er um starfið á vef Origo. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Umsóknarfrestur:

29.01.2018

Auglýsing stofnuð:

12.01.2018

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi