Starfsmaður í hönnunardeild

BM Vallá Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík


Smellpassar þú í hópinn?

BM Vallá leitar að öflugum starfsmönnum í húseiningadeild fyrirtækisins, Smellinn.

Starfsmaður í hönnunardeild

Starfssvið:

  • Þátttaka í burðarþolshönnun einingahúsa.
  • Undirbúningur einingateikninga til framleiðslu og til skipulagsyfirvalda.
  • Verkefnastjórnun einingaverkefna með viðskiptavinum og hönnuðum þeirra.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Menntun í byggingafræði, verkfræði, tæknifræði eða öðru sambærilegu.
  • Reynsla af vinnu í Autocad og Revit nauðsynleg.
  • Önnur almenn tölvukunnátta.
  • Íslenskukunnátta nauðsynleg, bæði töluð og skrifuð.
  • Lipurð í samskiptum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknir sendist fyrir 20. desember á netfangið radning@bmvalla.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Smellinn húseininga hjá BM Vallá í síma 617 5460.

BM Vallá er rótgróið og leiðandi fyrirtæki í byggingariðnaði. Hjá okkur starfar öflugur hópur starfsfólks við fjölbreytta framleiðslu og þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks starfsaðstöðu með aðgang að mötuneyti. Fyrirtækið starfar eftir 0 slysa stefnu þar sem öryggismál starfsmanna eru í forgangi og gæðakerfi okkar er rekið samkvæmt ISO 9001 staðlinum.

Umsóknarfrestur:

20.12.2017

Auglýsing stofnuð:

07.12.2017

Staðsetning:

Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi